Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 24. mars 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn AC Milan vilja halda Pioli
Stefano Pioli.
Stefano Pioli.
Mynd: Getty Images
Leikmenn AC Milan vilja halda Stefano Pioli í stjórastólnum. Þetta fullyrðir Tuttosport.

Leikmenn telja að liðið sé á réttri leið undir stjórn Pioli, bæði þegar kemur að frammistöðu og úrslitum.

Pioli gerði samning til júní 2021 en sögusagnir hafa verið í gangi um mögulegar breytingar í þjálfaramálum.

Undir stjórn Pioli hefur AC Milan unnið 9 af fyrstu 22 leikjum sínum. Milan er í sjöunda sæti í ítölsku A-deildinni, þremur stigum á eftir Napoli sem er í sjötta sæti.

Hlé er á ítölsku A-deildinni vegna kórónuveirunnar en ekki er vitað hvenær keppni hefst að nýju.
Athugasemdir
banner
banner
banner