Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 24. mars 2023 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðshópurinn - Þrjár snúa aftur eftir langa fjarveru
Icelandair
Sandra María er í hópnum.
Sandra María er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Berglind Björg er ekki með að þessu sinni.
Berglind Björg er ekki með að þessu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hóp sem mætir Nýja Sjálandi og Sviss í vináttuleikjum í apríl.

Ísland mætir Nýja Sjáland 7. apríl í Antalya í Tyrklandi og Sviss 11. apríl í Zürich í Sviss.

Það eru margar breytingar á hópnum frá því í síðasta verkefni á Pinatar Cup. Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar, er sú eina í hópnum sem hefur ekki spilað landsleik áður en hún hefur verið í hópnum áður.

Ásta Eir Árnadóttir, Hildur Antonsdóttir og Sandra María Jessen snúa aftur eftir langa fjarveru.

Markverðir:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 9 leikir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 2 leikir
Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R.

Varnarmenn:
Ásta Eir Árnadóttir - Breiðablik - 11 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 110 leikir, 8 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 51 leikur
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 23 leikir, 1 mark
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 14 leikir, 1 mark
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 14 leikir

Miðjumenn:
Sandra María Jessen - Þór/KA - 31 leikur, 6 mörk
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 111 leikir, 37 mörk
Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 2 leikir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Stjarnan - 99 leikir, 14 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 31 leikur, 4 mörk
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 25 leikir, 8 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 24 leikir, 4 mörk

Framherjar:
Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristanstads DFF - 12 leikir, 2 mörk
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 53 leikir, 4 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 28 leikir, 7 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir - NJ/NY Gotham - 42 leikir, 2 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 22 leikir, 4 mörk
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Þróttur R. - 2 leikir, 2 mörk
Diljá Ýr Zomers - IFK Norrköping - 3 leikir
Athugasemdir
banner
banner