
Þá er helgin að baki en það er fátt betra en að byrja nýja vinnuviku með því að skoða það helsta í fótboltaslúðrinu.
Alexander Isak (25), sóknarmaður Newcastle, er opinn fyrir því að fara til Barcelona í sumar en hann vill frekar fara til Liverpool. (El Nacional)
Kevin de Bruyne (33), miðjumaður Man City, hefur rætt við San Diego í Bandaríkjunum um að ganga í raðir félagsins á frjálsri sölu í sumar. (Sun)
Harry Kane (31), landsliðsfyrirliði Englands, er að íhuga að snúa aftur í enska boltann í sumar og er Liverpool hans draumaáfangastaður. (Fichajes)
Chelsea verður að borga Manchester United 5 milljónir punda ef félagið ákveður ekki að kaupa Jadon Sancho (24) næsta sumar. (Athletic)
Tottenham er að skoða það að fá Tyler Dibling (19), afar spennandi kantmann Southampton, í sínar raðir. (Givemesport)
Liverpool vonast til að geta notað kantmanninn Ben Doak (19) sem hluta af skiptum fyrir Antoine Semenyo (25) eða Milos Kerkez (21), en þeir spila báðir fyrir Bournemouth. (Sun)
Liverpool er tilbúið að selja sóknarmanninn Darwin Nunez (25) í sumar. (Football Insider)
Tottenham er að hefja viðræður við Rodrigo Bentancur (27) um nýjan samning en AC Milan hefur sýnt honum áhuga. (TBR Football)
Enski unglingalandsliðsmaðurinn Caleb Kporha (18) mun yfirgefa Crystal Palace í sumar eftir að ekki tókst að framlengja við hann. (Football Insider)
Tyrone Mings (32), varnarmaður Aston Villa, hefur tekið að sér hlutverk sem felur í sér að aðstoða við að skipuleggja EM 2028. (Telegraph)
Athugasemdir