Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. apríl 2019 18:47
Ívan Guðjón Baldursson
Roy Keane: Pogba spilar bara fyrir sjálfan sig
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, er ekki sáttur með ástandið á félaginu þessa dagana. Hann er óánægður með marga af leikmönnum félagsins og telur að Ole Gunnar Solskjær þurfi að skipta eins mörgum þeirra út og hann mögulega getur.

Keane starfar sem knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports auk þess að vera aðstoðarstjóri hjá Nottingham Forest.

„Þetta eru sömu leikmenn og hentu Mourinho undir rútuna. Þeir munu gera nákvæmlega það sama við Ole," sagði Keane á Sky fyrir stórleik Man Utd gegn Manchester City í kvöld.

„Það er alltof mikið af aumingjum í þessu liði til að United geti komist aftur á toppinn. Man Utd er í baráttu um fjórða sætið, það sýnir hversu mikið gæðastuðullinn hefur lækkað á síðustu árum."

Gary Neville tók undir með Keane í útsendingunni og tók það skýrt fram að hann muni koma Solskjær til varnar ef leikmenn reyna að henda honum undir rútuna þegar illa gengur.

Seinna í útsendingunni var Keane spurður út í ummæli Paul Pogba sem segist vilja berjast fyrir klúbbinn.

„Ég myndi ekki trúa orði af því sem hann segir. Ég held að hann trúi því ekki einu sinni sjálfur. Hann er stórt vandamál. Augun mín ljúga ekki, hann spilar bara fyrir sjálfan sig."

Neville tók undir. „Ég held hann vilji ekki vera hérna."
Athugasemdir
banner
banner