Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 24. maí 2023 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lék sinn fyrsta keppnisleik innanhúss - Arnar útskýrir hlutverkið
Kom frá Færeyjum þegar mótið var að byrja.
Kom frá Færeyjum þegar mótið var að byrja.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gunnar er vanur að spila á miðjunni og það þarf ákveðna týpu af leikmanni til að leysa þessa stöðu
Gunnar er vanur að spila á miðjunni og það þarf ákveðna týpu af leikmanni til að leysa þessa stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar, varnar- og miðjumaður Víkinga, ræddi við mbl.is eftir leikinn gegn HK á sunnudag. Þar nefndi hann að hann hefði verið að spila sinn fyrsta leik innanhúss á ferlinum.

„Það var skrýtið fyr­ir mig að spila inn­an­húss í kvöld, það hef ég aldrei gert áður en við unn­um og ég er ánægður með það," sagði Gunnar í viðtali við Víði Sigurðsson.

Fótbolti.net spurði Gunnar út í þessi ummæli. „Ég hef spilað einn æfingaleik innanhúss áður, fyrir utan það var þetta minn fyrsti leikur innanhúss. Í Færeyjum er einungis einn innanhússvöllur og hann er ekki í fullri stærð," sagði Gunnar.

Gunnar er 28 ára, kom frá Víkingi Götu í upphafi móts og hefur bæði spilað í miðverðinum og djúpur á miðjunni.

Þarf ákveðna týpu af leikmanni til að leysa þessa stöðu
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í hlutverkið hjá Gunnari sem kemur mikið upp á miðsvæðið þegar Víkingur er með boltann en fellur til baka í miðvörðinn þegar liðið verst. Hvernig datt honum þessi hugmynd í hug?

„Ég spilaði á móti svona liði '94, fræga Ajax-liðið þegar það var upp á sitt besta. Þá var Frank Rijkaard sem gerði þetta mjög vel. Ég man hversu hissa og hrifinn ég var sem tvítugur drengur."

„Svo er City búið að spila svona undanfarið. Það eru mörg lið að spila þrjá (miðverði) tvo (djúpa miðjumenn), annað hvort færiru hafsent inn á miðju eða bakvörð."

„Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur, við spiluðum mikið svona þegar við urðum tvöfaldir meistarar 2021, þá fengum við víddina frá Atla Barkar bakverði. Það eru alls konar aðferðir til að ná 3-2-5."

„Gunnar er vanur að spila á miðjunni og það þarf ákveðna týpu af leikmanni til að leysa þessa stöðu sem Gunnar er búinn að gera mjög vel fyrir okkur."

„Ég sé möguleika í þeim sem spila þá hafsenta með Oliver (Ekroth), erum með tvo bakverði í þeim stöðum. Í þessum leik voru það Logi (Tómasson) og Kalli (Karl Friðleifur Gunnarsson)."

„Ef þú færð bakverði í staðinn fyrir hafsenta til að spila í þessum stöðum þá færðu meira af hlaupum fram á við sem við fengum frá Loga í fyrri hálfleik. Þau hlaup ollu usla og það er erfitt að verjast þegar varnarmaður í þriggja manna kerfi kemur svona ofarlega í hlaup. Hver á að dekka hann?"

„Við erum að gera þetta nokkuð vel á þessum tímapunkti, en við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera vel,"
sagði Arnar.

Sjá einnig:
Allt teymið sammála um að Gunnar væri besti kosturinn
Arnar Gunnlaugs: Hefur þessi Gundogan element í sér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner