„Skelfileg tíðindi fyrir Eyjamenn því það er búið að slá helstu vopnin þeirra úr höndunum á Láka," segir Elvar Geir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Þar var rætt um þær fréttir sem bárust í gær að Omar Sowe yrði ekki meira með á tímabilinu og Oliver Heiðarsson mun missa af mörgum leikjum.
Þar var rætt um þær fréttir sem bárust í gær að Omar Sowe yrði ekki meira með á tímabilinu og Oliver Heiðarsson mun missa af mörgum leikjum.
„Þetta er hrikalega sorglegt. Láki var búinn að fara svo vel með Omar og hann skilað til baka og verið frábær í nokkrum leikjum og svo gerist þetta og glugginn lokaður. Þetta gæti farið með tímabilið hjá þeim," segir Tómas Þór.
„Omar var að koma svo hrikalega vel inn í mótið eftir að hafa verið smá tæpur í byrjun. Leikur ÍBV hefur gengið út á Omar Sowe og Oliver Heiðarsson. Það þarf að fylla svo svakalega stór spor ef Eyjamenn ætla að halda dampi," segir Baldvin Borgars og bætir við:
„Nú er bara þeirra að reyna að aðlaga leikstílinn eða finna einhverja samsetningu sem gengur upp. Annars er höggið rosalega stórt. Ég gæti trúað því að Láka finnist sem hann hefur verið kýldur í magann."
ÍBV á leik gegn Val á Hlíðarenda í Bestu deildinni klukkan 17 í dag. ÍBV er sem stendur í níunda sæti með átta stig.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 7 | 5 | 1 | 1 | 13 - 9 | +4 | 16 |
2. Víkingur R. | 7 | 4 | 2 | 1 | 15 - 7 | +8 | 14 |
3. Vestri | 7 | 4 | 1 | 2 | 8 - 3 | +5 | 13 |
4. Fram | 8 | 4 | 0 | 4 | 14 - 13 | +1 | 12 |
5. KR | 8 | 2 | 4 | 2 | 24 - 18 | +6 | 10 |
6. Stjarnan | 7 | 3 | 1 | 3 | 11 - 12 | -1 | 10 |
7. Afturelding | 7 | 3 | 1 | 3 | 8 - 10 | -2 | 10 |
8. Valur | 7 | 2 | 3 | 2 | 15 - 12 | +3 | 9 |
9. ÍBV | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 - 11 | -4 | 8 |
10. FH | 7 | 2 | 1 | 4 | 12 - 12 | 0 | 7 |
11. ÍA | 7 | 2 | 0 | 5 | 7 - 18 | -11 | 6 |
12. KA | 7 | 1 | 2 | 4 | 6 - 15 | -9 | 5 |
Athugasemdir