Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. júlí 2021 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær um Pogba: Hef notið þess að vinna með honum
Segir viðræður í gangi milli Man Utd og Pogba
Það þykir ólíklegt að Paul Pogba framlengi við Man Utd
Það þykir ólíklegt að Paul Pogba framlengi við Man Utd
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi ekki mikið tjá sig um framtíð franska miðjumannsins Paul Pogba en hann hafnaði nýju samningstilboði félagsins á dögunum.

Pogba á aðeins eitt ár eftir af samningnum hjá United en franska félagið Paris Saint-Germain hefur verið í viðræðum við föruneyti Pogba um að fá hann til Frakklands.

Talið er að Pogba vilji fara aftur til heimalandsins og eru nú þegar fréttir frá Frakklandi sem segja að hann hafi náð samkomulagi við PSG og að félagið þurfi nú að komast að samkomulagi við United um kaupverð.

Solskjær ræddi við fjölmiðla um Pogba eftir 4-2 tap United gegn QPR í dag.

„Það eru alltaf pælingar í kringum Pogba og viðræður við föruneyti hans. Ég er ekki með smáatriðin um allt þetta en ég hef ekkert að segja um þetta í raun og veru," sagði Solskjær.

„Það er alltaf talað um Paul og að félög hafi áhuga. Við höfum séð Paul þegar hann er upp á sitt besta og hann veit hvað okkur finnst um það. Ég hef notið þess að vinna með honum og vonandi heldur það áfram."

„Það eru viðræður á milli Man Utd og umboðsmannsins hans og það eina sem ég hef heyrt er að hann getur ekki beðið eftir að tímabilið fari af stað,"
sagði Solskjær ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner