Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. júlí 2022 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd tilbúið að lána Ronaldo ef hann framlengir samning sinn
Cristiano Ronaldo þarf að framlengja samning sinn til að fá að fara á láni
Cristiano Ronaldo þarf að framlengja samning sinn til að fá að fara á láni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er reiðubúið að leyfa Cristiano Ronaldo að fara frá félaginu á láni út tímabilið en með því skilyrði að hann framlengi samning sinn.

Ronaldo hefur ekkert æft með United á undirbúningstímabilinu og ferðaðist ekki með liðinu í æfingabúðir til Taílands og Ástralíu.

Hann hefur sagt félaginu að hann vilji fara í þessum glugga og halda áfram að spila í Meistaradeild Evrópu.

United hefur til þess ekki viljað uppfylla ósk hans og segir Erik ten Hag, stjóri félagsins, að hann sé ekki til sölu.

Mirror segir að United sé opið fyrir því að leyfa honum að fara á láni í eitt tímabil til að hann geti spilað í Meistaradeildinni, en með því skilyrði að hann framlengi samning sinn til 2024.

Stefna United er að komast aftur í Meistaradeildina á næsta ári og yrði Ronaldo þá í plönum Ten Hag.

Núverandi samningur gildir til næsta árs en félagið á möguleika á að framlengja þann samning um ár til viðbótar.

Atlético Madríd er sagt hafa mikinn áhuga á að fá Ronaldo en fyrst þarf félagið að losa sig við franska sóknarmanninn Antoine Griezmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner