Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 24. júlí 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forgangsmál hjá Osimhen að skipta um félag
Mynd: EPA
Nígeríski framherjinn Victor Osimhen vill ekki vera áfram hjá Napoli í ítalska boltanum, en hann er eftirsóttur af ýmsum stórliðum. Í sumar er það forgangsmál hjá honum að skipta um félag, samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.

Napoli er þó ekki reiðubúið til að selja stórstjörnuna sína með neinum afslætti og vill ítalska félagið fá 130 milljónir evra fyrir leikmanninn, sem á ekki nema tvö ár eftir af samningi.

Chelsea og fleiri félög voru einnig áhugasöm um Osimhen en verðmiðinn fældi þau í burtu. Það sama virðist vera að gerast hjá PSG, sem virðist ekki reiðubúið til að greiða svo háan verðmiða, en sádi-arabísk félög fylgjast spennt með þróun mála.

Osimhen er gríðarlega eftirsóttur í Sádi-Arabíu og gæti verið opinn fyrir félagsskiptum þangað ef hann fær nógu gott samningstilboð.

Antonio Conte, þjálfari Napoli, vill fá Romelu Lukaku inn til að fylla í skarðið fyrir Osimhen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner