Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. september 2021 08:18
Hafliði Breiðfjörð
Helga Helgadóttir býður sig fram í stjórn KSÍ
Helga Helgadóttir á hliðarlínunni hjá Haukum.
Helga Helgadóttir á hliðarlínunni hjá Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Helga Helgadóttir íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í stjórn KSÍ.

Þetta tilkynnti Helga á Twitter í gærkvöldi en hún er þriðji aðilinn sem tilkynnir framboð á auka ársþingi KSÍ í byrjun næsta mánaðar.

Áður hafði Vanda Sigurgeirsdóttir ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ og Ásgrímur Helgi Einarsson formaður knattspyrnudeildar Fram ákveðið að bjóða sig fram í stjórn.

Öll stjórn KSÍ og formaður hennar ákváðu að segja af sér í lok síðasta mánaðar eftir umræðu um kynferðisafbrot innan hreyfingarinnar og boða til aukaþings. Stjórnin situr enn þar til aukaþingið fer fram.

Tilkynning Helgu:
„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ þegar kosið verður á aukaþingi þann 2.október. Ég hef frá blautu barnsbeini haft sterka tengingu við knattspyrnuhreyfinguna og hef kynnst henni úr mörgum ólíkum áttum; sem iðkandi, þjálfari, foreldri og stjórnarkona svo eitthvað sé nefnt. Margt gott hefur verið gert innan raða KSÍ undanfarin ár. Margt má betur fara. Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til þess að efla starfsemi KSÍ og tel mig eiga erindi.


Athugasemdir
banner
banner