Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. nóvember 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Tyrkirnir mæta á Old Trafford
Úr fyrri leik Istanbul Basaksehir og Manchester United
Úr fyrri leik Istanbul Basaksehir og Manchester United
Mynd: Getty Images
Fjórða umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld en það er mikil spenna framundan í öllum riðlunum.

Í F-riðlinum er staðan mjög svo jöfn. Borussia Dortmund er á toppnum með 6 stig á meðan Lazio er í öðru með 5 stig. Club Brugge hefur komið á óvart og er með 2 stig á meðan Zenit er með eitt stig á botninum.

Dortmund mætir Brugge á meðan Lazio fær Zenit í heimsókn til Róm. Í E-riðlinum er Chelsea og Sevilla að stinga af. Rennes fær tækifæri til að skerast inn í leikinn í kvöld er liðið tekur á móti Frank Lampard og félögum á meðan Krasnodar spilar við Sevilla.

Barcelona er búið að vinna alla leiki sína í G-riðlinum en liðið mætir Dynamo Kiev í kvöld. Juventus, sem er með 6 stig í öðru sæti, spilar við Ferencvaros frá Ungverjalandi.

H-riðill er þá orðinn ansi áhugaverður. Man Utd og Leipzig eru bæði með 6 stig á meðan Paris Saint-Germain og Istanbul Basaksehir eru með 3 stig. United tapaði fyrir Basaksehir í síðasta leik en tyrkneska liðið heimsækir United á Old Trafford í kvöld á meðan PSG fær Leipzig í heimsókn.

Leikir dagsins:

F-riðill
20:00 Lazio - Zenit
20:00 Dortmund - Club Brugge

E-riðill
17:55 Rennes - Chelsea
17:55 FK Krasnodar - Sevilla

G-riðill
20:00 Juventus - Ferencvaros
20:00 Dynamo K. - Barcelona

H-riðill
20:00 Man Utd - Istanbul Basaksehir
20:00 PSG - RB Leipzig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner