Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 24. nóvember 2021 11:07
Elvar Geir Magnússon
Neitar því að vera leikmaðurinn sem er undir smásjá KSÍ
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í fréttum um málefni KSÍ sagði DV frá því að ónafngreindur landsliðsmaður hefði farið yfir þau mörk sem sett höfðu verið þegar KSÍ bauð liðinu í glas.

„Einn leikmaður landsliðsins er þó undir smásjá sambandsins en sá er sagður hafa farið hressilega yfir þau mörk sem voru sett þegar Knattspyrnusambandið bauð í glas. Samkvæmt heimildum DV var leikmaðurinn enn í annarlegu ástandi þegar liðið ferðaðist heim á leið snemma morguns þann 15 nóvember," segir í frétt DV en þar er leikmaðurinn ekki nafngreindur.

Þetta hefur komið að stað kjaftasögum í hinum ýmsu spjallhópum internetsins og þar hefur nafn Jóns Dags Þorsteinssonar komið víða upp. Ásamt því hefur Fótbolta.net borist ábendingar um að hann væri leikmaðurinn.

Fótbolti.net bar þessar ásakanir undir Jón Dag sem vísar kjaftasögunum til föðurhúsanna og segist ekki vera sá leikmaður sem DV sé að vísa til.
Athugasemdir
banner
banner
banner