Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. nóvember 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sir Alex sagður spenntur fyrir Bruce
Steve Bruce.
Steve Bruce.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, goðsögn hjá Manchester United, er sagður spenntur fyrir því að sjá Steve Bruce taka við liðinu tímabundið.

Bruce hefur áhuga á að taka við sem bráðabirgðastjóri Man Utd. Michael Carrick mun stýra United á meðan félagið leitar að bráðabirgðastjóra sem á að stýra liðinu út timabilið.

Bruce, sem er fyrrum varnarmaður Manchester United, vill verða bráðabirgðastjórinn samkvæmt frétt Daily Mail.

Bruce var rekinn frá Newcastle í síðasta mánuði, eftir að Sádi-Arabarnir keyptu félagið. Hann hefur ekki gert stórkostlega hluti sem þjálfari.

Þrátt fyrir það er ekki útilokað að hann taki við Man Utd. Samkvæmt Football Insider, þá er Ferguson til í að sjá hann taka við United. Ferguson stýrði Man Utd frá 1986 til 2013 og þjálfaði meðal annars Bruce.

Sir Alex er goðsögn hjá United en það er spurning hversu mikið stjórn félagsins hlustar á hann. Nýverið sagði Mikael Silvestre, fyrrum varnarmaður Man Utd, að sá skoski kæmi ekki að vali á nýjum stjóra.
Athugasemdir
banner
banner