Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 23. nóvember 2021 11:04
Elvar Geir Magnússon
Segir að Sir Alex komi ekki að vali á næsta stjóra
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Mikael Silvestre, fyrrum varnarmaður Manchester United, segir að Sir Alex Ferguson komi ekki að því að velja hver eigi að taka við af Ole Gunnar Solskjær.

Sögusagnir hafa verið í gangi um að Sir Alex hafi haft mikið að segja í stjóraráðningum United eftir að hann lét sjálfur af störfum.

„Hann er í stjórninni en það er ekki leitað til hans þegar kemur að því að ráða stjóra," segir Silvestre sem lék undir stjórn Sir Alex hjá United 1999-2008.

„Hann hafði rödd í því þegar David Moyes var ráðinn en hefur ekki komið að ráðningum síðan."

Ole Gunnar Solskjær var í þrjú ár ár við stjórnvölinn hjá United án þess að titill hafi komið í hús. Michael Carrick stýrir liðinu næstu leiki en félagið hyggst ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið áður en framtíðarmaður verður svo ráðinn næsta sumar.

Mauricio Pochettino hefur verið sterklega orðaður við starfið en enskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé tilbúinn að hætta hjá PSG og taka við hjá United því hann sé ekki fullkomlega sáttur í París.
Athugasemdir
banner
banner