Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. nóvember 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Landsliðskonur í eldlínunni
Glódís Perla spilar á Nou Camp
Glódís Perla spilar á Nou Camp
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir eru á dagskrá í 3. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki í kvöld en íslenskar landsliðskonur verða í eldlínunni.

Bayern München spilar við Barcelona á Nou Camp klukkan 17:45 en Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar á mála hjá Bayern. Liðin hafa bæði unnið fyrstu tvo leikina í riðlinum.

Guðrún Arnardóttir og stöllur í Rosengård spila við Benfica klukkan 20:00 á meðan Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Juventus gegn Arsenal í Tórínó.

Leikir dagsins:
17:45 Zurich W - Lyon
17:45 Barcelona W - Bayern W
20:00 SL Benfica W - Rosengard W
20:00 Juventus W - Arsenal W

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner