Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 24. desember 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Senda bjórflöskur á markverðina sem Messi hefur skorað gegn
Magnaður leikmaður!
Magnaður leikmaður!
Mynd: Getty Images
Bjórframleiðandinn Budweiser hefur ákveðið að heiðra Lionel Messi á sérstakan hátt eftir að hann bætti markamet Pele.

Messi er búinn að skora 644 mörk fyrir aðallið Barcelona og er núna orðinn sá fótboltamaður sem hefur skorað flest mörk fyrir eitt félag. Hann bætti met sem Pele setti með Santos í Brasilíu.

Pelé setti markametið 1975 og hefur engum tekist að bæta það fyrr en nú. Gerd Müller er í þriðja sæti með 565 mörk á 15 árum hjá FC Bayern, Fernando Peyroteo er í fjórða sæti með 544 mörk fyrir Sporting og svo kemur Josef Bican með 534 mörk fyrir Slavia Prag.

Budweiser ákvað að heiðra Messi með því að senda bjórflöskur á alla þá markverði sem hann hefur skorað fram hjá. Á flöskunum er tala fyrir markið sem Messi skoraði gegn þeim.

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, er búinn að fá sínar flöskur eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner