
Haley Thomas, fyrirliði ÍBV, hefur framlengt samning sinn við ÍBV og verður með liðinu út komandi tímabil í Bestu deildinni.
Hún var valin leikmaður ársins hjá ÍBV á síðasta tímabili. Hún er 23 ára bandarískur miðvörður sem gekk í raðir ÍBV fyrir síðasta tímabil.
Hún var valin leikmaður ársins hjá ÍBV á síðasta tímabili. Hún er 23 ára bandarískur miðvörður sem gekk í raðir ÍBV fyrir síðasta tímabil.
Hún kom frá Weber State University og lék hverja einustu mínútu í leikjum ÍBV á tímabilinu í hjarta varnarinnar. Hún skoraði eitt mark í 20 leikjum, en það kom í bikarnum gegn Stjörnunni.
„Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir ÍBV og bjóðum við Haley hjartanlega velkomna, aftur," segir í frétt á heimasíðu ÍBV.
Athugasemdir