Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 25. febrúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaw horfir til EM alls staðar
Shaw í leik gegn Crystal Palace fyrr á tímabilinu.
Shaw í leik gegn Crystal Palace fyrr á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw hefur staðið sig vel undanfarnar vikur með Manchester United. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur verið að vinna með þriggja manna hafsentalínu í sumum leikjum og hefur Shaw, sem er að upplagi vinstri bakvörður, spilað vinstra megin í hafsentalínunni - og gert það mjög vel.

Shaw hefur aðeins spilað átta A-landsleiki fyrir England og kom síðasti landsleikur hans í september 2018, en núna gæti EM í sumar verið möguleiki fyrir hann.

Hinn 24 ára gamli Shaw var spurður út í landsliðið og sagði við Daily Mail: „Ég væri að ljúgja ef ég segði að ég hefði ekki hugsað um það."

„Ég verð að halda áfram að leggja mikið á mig, halda höfðinu niðri og það sem gerist, það gerist. Það er draumur allra að spila á Evrópumótinu."

„Ég mun virða það sem Gareth (Southgate) gerir."

England er í riðli með Króatíu, Tékklandi og sigurvegara úr C-umspili (Skotland, Noregur, Serbía og Ísrael) á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner