Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 25. febrúar 2021 19:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Arsenal lenti undir en kláraði dæmið - Molde óvænt áfram
Auba skoraði tvö og hjálpaði Arsenal að komast áfram
Auba skoraði tvö og hjálpaði Arsenal að komast áfram
Mynd: Getty Images
Björn í leiknum í kvöld
Björn í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Sjö leikjum var rétt í þessu að ljúka í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Arsenal, Ajax, Rangers, Villarreal, Molde, Granada og Shakhtar eru komin áfram í næstu umferð.

Ekki leit það vel út fyrir Arsenal á „heimavelli" þegar gestirnir voru komnir í 1-2 og tæpur hálftími eftir, leikið var í Grikklandi vegna covid-19. Kieran Tierney jafnaði leikinn skömmu síðar og Aubameyang skoraði sitt annað mark á 87. mínútu. Það mark skaut Arsenal áfram.

Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde sem kom gríðarlega á óvart og lagði Hoffenheim á útivelli 0-2. Fyrri leikurinn fór 3-3 í Noregi og því fer Molde áfram. Björn lék fyrstu 62 mínúturnar í leiknum. Rangers skoraði þá alls níu mörk í leikjunum tveimur gegn Antwerp og endaði einvígið 9-5!

Öll úrslit úr leikjunum sem hófust klukkan 17:55 má sjá hér að neðan. Átta leikir hefjast klukkan 20:00

Arsenal 3 - 2 Benfica
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('21 )
1-1 Diogo Goncalves ('43 )
1-2 Rafa Silva ('61 )
2-2 Kieran Tierney ('67 )
3-2 Pierre Emerick Aubameyang ('87 )

Rangers 5 - 2 Antwerp
1-0 Alfredo Morelos ('9 )
1-1 Lior Refaelov ('31 )
2-1 Nathan Patterson ('46 )
3-1 Ryan Kent ('55 )
3-2 Didier Lamkel Ze ('57 )
4-2 Borna Barisic ('79 , víti)
5-2 Cedric Itten ('90 , víti)

Villarreal 2 - 1 Salzburg
0-1 Mergim Berisha ('17 )
1-1 Gerard Moreno ('40 )
2-1 Gerard Moreno ('89 , víti)

Hoffenheim 0 - 2 Molde
0-1 Eirik Andersen ('20 )
0-2 Eirik Andersen ('90 )

Napoli 2 - 1 Granada CF
1-0 Piotr Zielinski ('3 )
1-1 Angel Montoro ('25 )
2-1 Fabian Ruiz ('59 )

Shakhtar D 1 - 0 Maccabi Tel Aviv
1-0 Junior Moraes ('67 , víti)

Ajax 2 - 1 Lille
1-0 Davy Klaassen ('15 )
1-1 Yusuf Yazici ('78 , víti)
2-1 David Neres ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner