Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 25. febrúar 2024 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Chelsea og Liverpool: Fyrirliðinn bestur - Geggjaður dagur hjá Kelleher
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk var besti leikmaður Liverpool er það vann deildabikarinn í tíunda sinn á Wembley í dag.

Van Dijk skoraði tvisvar í leiknum. Fyrra markið var dæmt af vegna rangstöðu á Wataru Endo en fyrirliðinn var ákveðinn í að ná í fyrsta bikarinn í fyrirliðatíð sinni.

Miðvörðurinn stangaði hornspyrnu Kostas Tsimikas í netið á 118. mínútu í framlengingu.

Sky gefur honum 9 í einkunn og valdi hann mann leiksins, en margir ungir leikmenn fá góða einkunn.

Caoimhin Kelleher, markvörður Liverpool, fær sömu einkunn. Án hans hefði Liverpool ekki unnið bikarinn. Hann varði stórkostlega frá Cole Palmer, Christopher Nkunku og Conor Gallagher í leiknum.

Chelsea: Petrovic (7), Gusto (7), Colwill (7), Disasi (5), Chilwell (6), Enzo (5), Gallagher (7), Caicedo (4), Palmer (7), Sterling (5), Jackson (6)
Varamenn: Nkunku (7), Mudryk (4), Madueke (5), Chalobah (6)

Liverpool: Kelleher (9), Bradley (7), Konate (6), Van Dijk (9), Robertson (7), Endo (8), Mac Allister (7), Gravenberch (6), Elliott (7), Gakpo (5), Diaz (7)
Varamenn: Gomez (7), Clark (7), Tsimikas (7), McConnell (7), Danns (7), Quansah (7)
Athugasemdir
banner
banner
banner