Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 25. febrúar 2024 10:40
Aksentije Milisic
Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
Powerade
Ross Barkley.
Ross Barkley.
Mynd: EPA
Ronaldo og Varane í treyju Real.
Ronaldo og Varane í treyju Real.
Mynd: EPA
Theo.
Theo.
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images

Barkley, Varane, Casemiro, Mbappe, De Bruyne, Gallagher, De Jong og fleiri öflugir eru í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.
________________


Manchester United er óvænt að undirbúa tilboð í Ross Barkley, þrítugan leikmann Luton Town. (Sun)

Real Madrid er byrjað að velta því fyrir sér hvort félagið ætti að sækja Raphael Varane (30) og Casemiro (32) frá Manchester United. Spænska liðið seldi þá báða til Man Utd. (Fichajes)

Javier Tevas, forseti spænsku deildarinnar, segir að það séu 99% líkur á að Kylian Mbappe muni ganga í raðir Real Madrid frá PSG næsta sumar. (L'Equipe)

Manchester City hefur sett 100 milljóna punda verðmiða á Kevin De Bruyne (32) en lið frá Sádi-Arabíu eru að reyna fá leikmanninn. (Talksport)

Tottenham ræddi við Chelsea um kaup á Connor Gallagher (24) í janúar mánuði. Þær viðræður munu halda áfram og ætlar Tottenham að reyna fá Englendinginn í sumar. (Football Insider)

Liverpool hefur sett Ruben Amorim (39) og Þjóðverjann Julian Nagelsmann (36) á óskalista sinn ef liðinu mistekst að fá Xabi Alonso næsta sumar. Félagið leitar að stjóra til að taka við af Jurgen Klopp. (Telegraph)

Bayern Munchen er tilbúið að láta Alonso fá tuttugu milljónir punda í árslaun ef hann yfirgefur Leverkusen og kemur til Bayern. (Mirror)

Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, segir að félagið ætli sér að halda Frenke de Jong (26) og Ronald Araujo (24) hjá félaginu þrátt fyrir sögusagnir um annað. (Goal)

Theo Hernandez, 26 ára vinstri bakvörður Bayern Munchen, er á óskalista félagsins en hann gæti komið í staðinn fyrir Alphonso Davies (23). Davies verður seldur ef hann skrifar ekki undir nýjan samning. (Sky Germany)

Samningur Davies rennur út árið 2025 en hann dreymir um að komast til Real Madrid. (Mundo Deportivo)

Leeds United vill fá Kalvin Phillips (28) aftur til liðsins ef félagið kemst upp í ensku úrvalsdeildina. Leikmaðurinn er nú á láni hjá West Ham United frá Manchester City. (Football Insider)

Arsenal, Manchester United og Tottenham munu berjast um miðjumann Fenerbache, Sebastian Szymanski í sumar en AC Milan og Inter Milan hafa einnig áhuga. Hann er pólskur og er 24 ára gamall. (Teamtalk)

Forseti Getafe segir að Mason Greenwood (22) vilji vera áfram hjá félaginu eftir tímabilið. Hann er á láni hjá spænska liðinu frá Manchester United. (Metro)

Hægri bakvörðurinn Denzel Dumfries (27) er í viðræðum við Inter Milan um nýjan samning. (Gazzetta dello Sport)

Hinn 76 ára gamli Roy Hodgson vill halda áfram í þjálfun eftir að hann hætti hjá Crystal Palace. Hann gæti farið að þjálfa erlendis. (Sun)


Athugasemdir
banner
banner
banner