Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   sun 25. mars 2018 22:30
Magnús Már Einarsson
Ólíklegt að Hörður, Jón Daði og Kolbeinn spili við Perú
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson á æfingu fyrir helgi.
Kolbeinn Sigþórsson á æfingu fyrir helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólíklegt er að Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson verði með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Perú á þriðjudaginn.

Íslenska landsliðið æfði í San Francisco í gær áður en liðið kom til New York seint í gærkvöldi fyrir leikinn gegn Perú. Leikmenn fengu síðan frí á æfingu í dag.

Hörður, Jón Daði og Kolbeinn voru allir fjarri góðu gamni í leiknum gegn Mexíkó í fyrranótt og þeir verða líklega ekki með gegn Perú.

„Þeir sem voru meiddir eru meiddir og verða líklegast ekki með. Við sjáum það á æfingunni á morgun. Við tókum því rólega í dag og vonumst til að sjá á morgun hverjir geta verið með," sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í dag.

Að auki urðu tveir leikmenn fyrir meiðslum í leiknum gegn Mexíkó en líklegt er að þeir verði þó klárir fyrir leikinn við Perú.

„Theodór Elmar (Bjarnason) og Rúrik (Gíslason) fengu högg í leiknum en ég reikna með að það verði ekki vandræði. Þeir hafa getað nýtt tímann í dag með sjúkraþjálfurunum."

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, er á leið aftur til Cardiff en hann atti einungis að vera með í fyrri leiknum við Wales. Sömu sögu er að segja af Alberti Guðmundssyni og Samúel Kára Friðjónssyni sem eru farnir í leik með U21 árs landsliðinu gegn Norður-Írlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner