Atletico vill fá Romero - United býður í Branthwaite ef Maguire fer - Real hefur áhuga á Saliba
   þri 25. mars 2025 15:46
Elvar Geir Magnússon
U17 tapaði stórt og féll
Mynd: KSÍ
U17 landslið karla tapaði 5-0 fyrir Írlandi í síðasta leik sínum í seinni umferð undankeppni EM 2025.

Lúðvík Gunnarsson er þjálfari U17 liðsins en það var tveimur mörkum undir í hálfleik. Í seinni hálfleik bættu Írarnir við þremur mörkum til viðbótar.

Ísland endaði í neðsta sæti riðilsins með eitt stig og fellur því í B-deild undankeppninnar fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026.

Belgía endaði í fyrsta sæti riðilsins með sjö stig, þar á eftir keom Írland með sex stig, Pólland er í þriðja sæti með tvö stig og svo Ísland í fjórða sæti.


Athugasemdir
banner