Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. apríl 2021 22:15
Magnús Már Einarsson
Andri Ólafs: Viljum ná meiri stöðugleika
Andri Ólafsson.
Andri Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Spáin kemur okkur ekki á óvart, sami staður og við enduðum á í fyrra," sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, í Pepsi Max-deild kvenna en liðinu er spáð 8. sætinu í sumar í spá Fótbolta.net.

ÍBV náði flottum úrslitum fyrri hluta síðasta tímabils en sogaðist síðan niður í fallbaráttu með því að ná einungis í eitt stig í síðustu sex leikjunum.

„Markmiðið er að byggja ofan á árangur fyrra árs og sækja fleiri stig í deildinni. Yfirmarkmiðið eru þó að stilla liðið saman og ná þannig meiri stöðugleika í okkar leik."

Minni breytingar hafa orðið á liði ÍBV en oft áður en liðið hefur fengi góðan liðsstyrk frá Bandríkjunum meðal annars.

„Við erum mjög ánægð með liðstyrkinn sem við höfum fengið, þetta er þrælgóð blanda sem við höfum náð í," sagði Andri en hann býst ekki við frekari liðsstyrk á næstunni. „Reikna ekki með því en eins og allir aðrir þá lokum við aldrei á neitt."

ÍBV mætir Þór/KA á heimavelli í fyrstu umferðinin þann 4. maí en Andri býst við spennandi deild. „Ég sé deildina spilast mjög svipað og í fyrra þar sem að tvö efstu liðin verða í sérflokki og mikið jafnræði verði milli 3-10 sætis."
Athugasemdir
banner
banner
banner