Kylian Mbappe, leikmaður PSG, gerði tvennu í gær þegar PSG komst á toppinn í frönsku úrvalsdeildinni.
Mbappe þurfti hins vegar að fara af velli vegna meiðsla og eru það alls ekki góðar fréttir fyrir frönsku risanna.
PSG mætir Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn og spurning hvort þessi frábæri leikmaður verði klár í þann slag.
„Hann fékk högg, en við höldum að þetta sé ekki mjög alvarlegt," sagði Mauricio Pochettino, þjálfari PSG.
Mikil spenna er í franska boltanum en alls geta fjögur lið enn unnið titilinn. PSG er sem stendur í efsta sætinu en Lille, Moncao og Lyon hafa öll leikið einum leik færra. Þau spila öll í dag.
Athugasemdir