Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 25. maí 2024 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Ægir missti niður tveggja marka forystu - KFA skoraði sjö
Abdelhadi Khalok El Bouzarrari skoraði tvö mörk fyrir KFA í dag
Abdelhadi Khalok El Bouzarrari skoraði tvö mörk fyrir KFA í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var markaregn í Fjarðabyggðarhöllinni í dag þegar KFA fékk Reyni Sandgerði í heimsókn.


Liðin skiptust á að skora í fyrri hálfleiknum en KFA var með eins marks forystu þegar flautað var til hálfleiks.

Liðið komst á alvöru skrið eftir rúmlega klukkutíma leeik og skoraði fjögur mörk áður en Reynismenn gátu klórað í bakkann.

Ægir vann fyrstu tvo leiki sína í sumar en hefur gert tvö jafntefli í röð eftir 2-2 jafntefli gegn Hetti/Huginn í dag. Ægir náði tveggja marka forystu en Höttur/Huginn náði að svara með tveimur mörkum undir lok leiksins.

Haukar unnu einnig tvo fyrstu leiki sína og hafa síðan gert tvö jafntefli í röð.

KFA 7 - 3 Reynir S.
1-0 Sverrir Þór Kristinsson ('2 )
1-1 Moussa Ismael Sidibe Brou ('25 )
2-1 Abdelhadi Khalok El Bouzarrari ('32 )
2-2 Kristófer Páll Viðarsson ('35 )
3-2 Julio Cesar Fernandes ('42 )
4-2 Abdelhadi Khalok El Bouzarrari ('66 )
5-2 Matheus Bettio Gotler ('68 )
6-2 Sverrir Þór Kristinsson ('72 )
7-2 Patrekur Aron Grétarsson ('88 )
7-3 Bergþór Ingi Smárason ('89 )
Rautt spjald: Ómar Svavarsson , Reynir S. ('46)

Ægir 2 - 2 Höttur/Huginn
1-0 Anton Fannar Kjartansson ('30 )
2-0 Dimitrije Cokic ('45 )
2-1 Árni Veigar Árnason ('72 )
2-2 Hjörvar Sigurgeirsson ('90 )

Kormákur/Hvöt 1 - 1 Haukar
1-0 Torfi Geir Halldórsson ('25 , Sjálfsmark)
1-1 Daði Snær Ingason ('62 , Mark úr víti)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner