Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 25. maí 2024 15:52
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Fimmtán marka sigur hjá ÍH
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
ÍH 15 - 0 Sindri
1-0 Hafrún Birna Helgadóttir ('6 )
2-0 Hrönn Haraldsdóttir ('11 )
3-0 Ingibjörg Magnúsdóttir ('34 )
4-0 Ingibjörg Magnúsdóttir ('40 )
5-0 Hildur Katrín Snorradóttir ('51 )
6-0 Hildur Katrín Snorradóttir ('55 )
7-0 Birta Árnadóttir ('56 )
8-0 Hildur Katrín Snorradóttir ('59 )
9-0 Hrönn Haraldsdóttir ('62 )
10-0 Margrét Helga Ólafsdóttir ('67 )
11-0 Birta Árnadóttir ('68 )
12-0 Margrét Helga Ólafsdóttir ('73 )
13-0 Birta Árnadóttir ('77 )
14-0 Hildur Katrín Snorradóttir ('79 )
15-0 Hildur Katrín Snorradóttir ('88 )

ÍH tók á móti Sindra í fyrri leik dagsins í 2. deild kvenna og uppskar ótrúlegan stórsigur þar sem Hildur Katrín Snorradóttir var atkvæðamest með fimm mörk skoruð.

Birta Árnadóttir skoraði þrennu og þá gerðu Hrönn Haraldsdóttir, Margrét Helga Ólafsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir sitthvora tvennuna.

Hafrún Birna Helgadóttir skoraði fyrsta mark leiksins og reyndist það eina markið hennar í þessum risastóra sigri.

ÍH leiddi 4-0 í leikhlé og tókst að skora ellefu mörk í síðari hálfleik.

ÍH trónir á toppi 2. deildar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og markatöluna 27-1. Sindri er með þrjú stig.
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 12 10 1 1 58 - 18 +40 31
2.    Völsungur 12 9 2 1 44 - 7 +37 29
3.    KR 12 9 2 1 48 - 12 +36 29
4.    Einherji 11 7 2 2 29 - 16 +13 23
5.    Fjölnir 12 6 2 4 35 - 17 +18 20
6.    ÍH 11 6 1 4 45 - 23 +22 19
7.    KH 12 5 1 6 19 - 34 -15 16
8.    Augnablik 11 5 0 6 26 - 32 -6 15
9.    Sindri 11 3 1 7 23 - 53 -30 10
10.    Dalvík/Reynir 11 2 2 7 14 - 44 -30 8
11.    Álftanes 11 2 1 8 21 - 33 -12 7
12.    Vestri 11 1 2 8 9 - 39 -30 5
13.    Smári 11 0 1 10 6 - 49 -43 1
Athugasemdir
banner
banner