Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 11:13
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus kaupir besta markvörð deildarinnar
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Juventus er að ganga frá kaupum á Michele Di Gregorio sem var valinn sem besti markvörður ítölsku deildarinnar á leiktíðinni.

Di Gregorio er 26 ára gamall og ólst upp hjá Inter, helstu erkifjendum Juventus, án þess þó að fá að spila fyrir meistaraflokk.

Hann var að lokum seldur til Monza í Serie B þar sem hann festi sig í sessi sem aðalmarkvörður liðsins og hjálpaði því að komast upp í Serie A.

Juve borgar 20 milljónir evra til að tryggja sér þjónustu Di Gregorio, sem mun berjast við Wojciech Szczesny og Mattia Perin um byrjunarliðssæti.

Perin var á sínum tíma talinn einn af bestu markvörðum Serie A deildarinnar á meðan Szczesny hefur verið einn af bestu markvörðum deildarinnar undanfarin ár.

Carlo Pinsoglio, fyrrum U21 markvörður Ítalíu, verður þá fjórði markvörður hjá Juve. Hann og Perin renna út á samningi eftir eitt ár.
Athugasemdir
banner