Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 25. júní 2022 15:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Richarlison í skiptum fyrir Winks?

Everton og Tottenham eru enn í viðræðum um Harry Winks en Everton vill fá leikmanninn í sínar raðir.


Winks er ekki í plönum Antonio Conte stjóra Tottenham en félagið er talið hafa neitað lánstilboði Everton í leikmanninn.

Richarlison, leikmaður Everton er eftirsóttur og Fabio Paratici yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham hefur mikinn áhuga á leikmanninum.

Ekkert tilboð hefur borist í Richarlison frá Tottenham en spurning hvort liðin komist að samkomulagi um að Winks og Richarlison skipti.


Athugasemdir
banner