Arsenal lék sinn fyrsta leik af þremur í æfingaferð liðsins í Bandaríkjunum og gerði 1-1 jafntefli gegn Bournemouth í Los Angeles.
Fabio Vieira kom Arsenal yfir í fyrri hálfleik eftir fyrirgjöf Reiss Nelson. Antoine Semenyo jafnaði fyrir Bournemouth.
Leandro Trossard komst nálægt því að skora sigurmarkið en Neto í marki Bournemouth varði frá honum. Að bandarískum sið réðust úrslitin í vítakeppni þar sem Ryan Christie brást bogalistin og Arsenal fagnaði sigri.
Fabio Vieira kom Arsenal yfir í fyrri hálfleik eftir fyrirgjöf Reiss Nelson. Antoine Semenyo jafnaði fyrir Bournemouth.
Leandro Trossard komst nálægt því að skora sigurmarkið en Neto í marki Bournemouth varði frá honum. Að bandarískum sið réðust úrslitin í vítakeppni þar sem Ryan Christie brást bogalistin og Arsenal fagnaði sigri.
Emile Smith Rowe kom ekki við sögu
Emile Smith Rowe leikmaður Arsenal hefur verið sterklega orðaður við Fulham og athygli vakti að hann kom ekki við sögu í leiknum. Mikel Arteta sagði að það væru hlutir í gangi bak við tjöldin og þjálfarateymið hafi talið best að leikmaðurinn myndi ekki taka þátt í leiknum.
Lið Arsenal var skipað blöndu af reynslumiklum leikmönnum og ungum og efnilegum strákum. Meðal leikmanna sem fengu að spreyta sig voru Ethan Nwaneri og Ayden Heaven sem báðir eru sautján ára.
Arsenal mun næst leika gegn Manchester United, á SoFi leikvangnum í Los Angeles á laugardag.
Sérhönnuð treyja Bournemouth
Dominic Solanke skapaði talsverðan usla í leiknum gegn Arsenal en hann og samherjar hans í Bournemouth léku í nýjum treyjum félagsins sem Michael B Jordan hannaði.
Michael B. Jordan er hæfileikaríkur leikari og kvikmyndaframleiðandi en hann er hluthafi í Bournemouth.
Enginn auglýsandi er framan á treyjunni en félagið hafði samið við asíska veðmálafyrirtækið BJ88 um að vera framan á treyjunum. Nýjar reglur ensku úrvalsdeildarinnar banna hinsvegar veðmálaauglýsingar sem aðalstyrktaraðila á treyjunum.
Athugasemdir