Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 25. ágúst 2021 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Valur Íslandsmeistari í tólfta sinn (Staðfest)
Valur er Íslandsmeistari 2021!! Hér fagna þær titlinum í kvöld.
Valur er Íslandsmeistari 2021!! Hér fagna þær titlinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 6 - 1 Tindastóll
1-0 Elín Metta Jensen ('6 )
2-0 Cyera Makenzie Hintzen ('35 )
3-0 Mist Edvardsdóttir ('47 )
4-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('58 )
5-0 Fanndís Friðriksdóttir ('70 )
5-1 Jacqueline Altschuld ('83 , víti)
6-1 Fanndís Friðriksdóttir ('87 )
Lestu um leikinn

Valur er Íslandsmeistari árið 2021 og það í tólfta sinn í sögu félagsins eftir að hafa unnið sannfærandi sigur á Tindastól, 6-1.

Vals-liðið mætti af krafti frá fyrstu mínútu og tók það ekki nema sex mínútur að gera fyrsta markið. Elín Metta Jensen skoraði eftir sendingu frá Elísu Viðarsdóttur.

Cyera Makenzie Hintzen var ekki langt frá því að bæta við öðru stuttu síðar en skot hennar fór í stöng úr algeru dauðafæri. Hún bætti upp fyrir það á 35. mínútu er hún afgreiddi boltann örugglega í netið eftir að Ásdís Karen Halldórsdóttir átti glæsilega vippusendingu inn fyrir vörnina.

Mist Edvardsdóttir stangaði boltann í netið í upphafí síðari hálfleiks og Valur með þriggja marka forystu. Níu mínútum síðar gerði Ásdís Karen mark fyrir Val. Mary Alice Vignola keyrði upp vænginn, kom boltanum fyrir á Ásdísi sem kláraði snyrtilega í markið.

Fanndís Friðriksdóttir kom inná sem varamaður á 61. mínútu og tók það hana aðeins níu mínútur að gera fimmta markið með skoti í stöng og inn.

Tindastóll fékk vítaspyrnu á 83. mínútu eftir að Arna Eiríksdóttir braut af sér innan teigs. Jacqueline Altschuld skoraði úr spyrnunni.

Það var þó Valur sem átti síðasta orðið. Fanndís gerði annað mark sitt í leiknum fjórum mínútum síðar og var það síðasta mark leiksins.

6-1 sigur og Valur er Íslandsmeistari árið 2021. Þetta er tólfti deildartitill liðsins og þær vel að því komnar. Magnaður árangur í deild og sannfærandi eftir harða titilbaráttu við Breiðablik framan af móti.
Athugasemdir
banner
banner