Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
   sun 25. ágúst 2024 22:05
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Stórsigur Vogamanna - Völsungur tapaði stigum í toppbaráttunni
Mynd: Þróttur Vogum
Völsungur missteig sig í Þorlákshöfn
Völsungur missteig sig í Þorlákshöfn
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Spennan í toppbaráttunni í 2. deild karla er að magnast en Þróttur V. vann mikilvægan 5-0 stórsigur á Kormáki/Hvöt á Blönduósi í dag á meðan Ægir og Völsungur gerðu markalaust jafntefli.

Selfyssingar eru svo gott sem búnir að tryggja sæti sitt í Lengjudeildina, en Vogamenn eru í harðri baráttu við Völsung um annað sætið.

Þróttur leiddi með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik í dag, en Ásgeir Marteinsson gerði bæði mörkin. Jón Veigar Kristjánsson bætti við þriðja markinu á 68. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar fækkaði í liði heimamanna er Sigurður Bjarni Aadnegard fékk að líta rauða spjaldið.

Franz Bergmann Heimisson og Egill Otti Vilhjálmsson bættu við tveimur mörkum fyrir gestina áður en flautað var til leiksloka. Stórsigur og gæti reynst mikilvægur enda er það markatalan sem ræður ef lið enda jöfn að stigum í lok leiktíðar.

Völsungur missteig sig í toppbaráttunni með því að gera markalaust jafntefli við Ægi í Þorlákshöfn.

Staðan í deildinni er nú þannig að Völsungur er áfram í öðru sæti með 36 stig, en Þróttur nartar í hælanna á þeim með 35 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.

Liðin eiga eftir að mætast innbyrðis, sem þýðir það að ef Selfoss vinnur á morgun þá mun liðið tryggja sæti sitt í Lengjudeildina fyrir næsta sumar.

Úrslit og markaskorarar:

Kormákur/Hvöt 0 - 5 Þróttur V.
0-1 Ásgeir Marteinsson ('3 , Mark úr víti)
0-2 Ásgeir Marteinsson ('45 )
0-3 Jón Veigar Kristjánsson ('68 )
0-4 Franz Bergmann Heimisson ('82 )
0-5 Egill Otti Vilhjálmsson ('91 )
Rautt spjald: Sigurður Bjarni Aadnegard , Kormákur/Hvöt ('74)

Ægir 0 - 0 Völsungur
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 22 16 3 3 51 - 27 +24 51
2.    Völsungur 22 13 4 5 50 - 29 +21 43
3.    Þróttur V. 22 13 3 6 58 - 33 +25 42
4.    Víkingur Ó. 22 12 6 4 50 - 30 +20 42
5.    KFA 22 11 2 9 52 - 46 +6 35
6.    Haukar 22 9 3 10 40 - 42 -2 30
7.    Höttur/Huginn 22 9 3 10 41 - 50 -9 30
8.    Ægir 22 6 7 9 29 - 35 -6 25
9.    KFG 22 6 5 11 38 - 43 -5 23
10.    Kormákur/Hvöt 22 5 4 13 19 - 42 -23 19
11.    KF 22 5 3 14 26 - 50 -24 18
12.    Reynir S. 22 4 3 15 28 - 55 -27 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner