Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 14:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tryggvi Hrafn mögulega aftur ristarbrotinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson var ekki í leikmannahópi Vals í síðasta leik vegna meiðsla á rist.

Það hefur spurst út að Tryggvi sé mögulega ristarbrotinn en hann hefur sjálfur ekki staðfest það og Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, vildi ekki ganga svo langt að segja að Tryggvi væri með brotna rist þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Haukur sagði að meiðslin væru keimlík þeim sem Tryggvi hefði glímt við í aðdraganda síðasta ristarbrots. Tryggvi var með beinbjúg í rist í lok tímabilsins 2022 og snemma árs 2023 brotnaði hann.

„Þetta eru held ég svipuð einkenni og voru áður en hann ristarbrotnaði síðast. Við þurfum að bíða og sjá með hann," sagði Haukur.

„Hann þarf að öllum líkindum að fara í aðgerð eftir tímabilið," sagði Haukur sem gat ekki sagt til um hvort að Tryggvi gæti spilað meira með Val á þessu tímabili.

„Þetta er tekið dag frá degi og metið stöðuna. Það var frí í dag og við fáum vonandi meiri upplýsingar á morgun," sagði Haukur.

Valur á fjóra leiki eftir af tímabilinu og ætlar sér að enda í Evrópusæti. Tryggvi er 27 ára sóknarmaður sem skorað hefur átta mörk í 22 deildarleikjum í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner