Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mið 25. nóvember 2020 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ minnist Maradona - Mynd af honum og Ásgeiri
Maradona er elskaður í Napoli.
Maradona er elskaður í Napoli.
Mynd: Getty Images
KSÍ, knattspyrnusamband Íslands, hefur minnst Diego Maradona á samfélagsmiðlum.

Argentíska goðsögnin Maradona lést í kvöld, sextugur að aldri. Argentískir fjölmiðlar segja að Maradona hafi fengið hjartaáfall á heimili sínu.

KSÍ birtir flotta mynd á samfélagsmiðlinum Twitter af Maradona og Ásgeiri Sigurvinssyni þegar þeir áttust við í leik Napoli og Stuttgart.

Þessi tvö lið áttust við í úrslitaeinvígi Evrópubikarsins (það sem nú er Evrópudeildin) 1989. Maradona skoraði í vítaspyrnu í fyrri leiknum sem endaði 2-1 fyrir Napoli. Seinni leikurinn endaði með 3-3 jafntefli. Maradona spilaði í báðum leikjunum fyrir Napoli og Ásgeir í báðum leikjunum fyrir Stuttgart.

Evrópubikarinn 1989 er eini Evróputitill sem Napoli hefur unnið. Félagið vann einnig sína einu Ítalíumeistaratitla þegar Maradona var í liðinu, en þeir komu 1987 og 1999. Maradona er því skiljanlega mjög elskaður í Napoli.


Athugasemdir
banner
banner