
Katar er úr leik á HM eftir að Ekvador og Holland gerðu 1-1 jafntefli í A-riðli keppninnar í kvöld en þetta er aðeins í annað sinn sem gestgjafar ná ekki að komast upp úr riðlakeppninni.
Katar tapaði fyrir Ekvador í fyrsta leiknum, 2-0, og mátti liðið svo þola 3-1 tap gegn Senegal í kvöld.
Ekvador og Holland gerðu svo 1-1 jafntefli og því ljóst að Katar fer ekki upp úr riðlinum.
Þetta er aðeins í annað sinn sem gestgjafar mótsins komast ekki upp úr riðlinum en það gerðist fyrst árið 2010 er Suður-Afríka hafnaði í 3. sæti riðilsins með 4 stig en með slakari markatölu en Mexíkó.
Katar fékk dágóðan tíma til að undirbúa lið sitt fyrir stærsta fótboltamót heims en liðið mætir Hollandi í lokaleiknum og útlit fyrir að liðið verði stigalaust eftir riðlakeppnina.
Qatar become only the 2nd hosts in World Cup history to be eliminated in the group stage ❌#FIFAWorldCup pic.twitter.com/ulKRU1mejn
— DAZN Football (@DAZNFootball) November 25, 2022
Athugasemdir