Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. nóvember 2023 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Yngstur í sögu Seríu A
Francesco Camarda í sínum fyrsta leik með aðalliði Milan
Francesco Camarda í sínum fyrsta leik með aðalliði Milan
Mynd: Getty Images
Francesco Camarda, 15 ára gamall leikmaður AC Milan, er yngsti leikmaður í sögu Seríu A, en hann kom inn af bekknum í 1-0 sigri liðsins á Fiorentina í kvöld.

Milan bað um sérstakt leyfi frá ítalska fótboltasambandinu til að mega hafa Camarda í hópnum gegn Fiorentina, en leikmenn verða að hafa náð 16 ára aldri.

Camarda, sem er talinn eitt mesta efni Evrópu, hefur gert frábæra hluti með unglingaliðum Milan síðustu ár.

Þrátt fyrir ungan aldur er hann kominn með 7 mörk og 2 stoðsendingar með U19 ára liði Milan á þessari leiktíð og var því ákveðið að leyfa honum að spreyta sig í meistaraflokksbolta.

Camarda kom inn af bekknum á 83. mínútu gegn Fiorentina í kvöld og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins og deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner