Danijel Dejan Djuric, sóknarmaður Midtjylland í Danmörku, var valinn besti sóknarmaður á móti sem U17 drengjalandsliðið spilaði á í Hvíta-Rússlandi.
Danijel var markahæsti leikmaður mótsins, en Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður, segir frá þessu á Twitter.
Danijel var markahæsti leikmaður mótsins, en Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður, segir frá þessu á Twitter.
Danijel er tiltölulega nýorðinn 17 ára. Hann skoraði þrjú mörk á mótinu í Hvíta-Rússlandi.
Ísland vann tvo leiki á mótinu og tapaði tveimur. Liðið lagði Úsbekistan að velli í gær, 2-1, í leiknum um sjöunda sætið.
Danijel Djuric was the top goalscorer & voted best forward at the tournament in Belarus. Huge talent 🇮🇸👏 pic.twitter.com/v9HdwCTaga
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) January 25, 2020
Athugasemdir