Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   sun 26. janúar 2020 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danijel Djuric markahæstur og besti sóknarmaðurinn
Danijel Dejan í leik á mótinu.
Danijel Dejan í leik á mótinu.
Mynd: Hulda Margrét
Danijel Dejan Djuric, sóknarmaður Midtjylland í Danmörku, var valinn besti sóknarmaður á móti sem U17 drengjalandsliðið spilaði á í Hvíta-Rússlandi.

Danijel var markahæsti leikmaður mótsins, en Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður, segir frá þessu á Twitter.

Danijel er tiltölulega nýorðinn 17 ára. Hann skoraði þrjú mörk á mótinu í Hvíta-Rússlandi.

Ísland vann tvo leiki á mótinu og tapaði tveimur. Liðið lagði Úsbekistan að velli í gær, 2-1, í leiknum um sjöunda sætið.


Athugasemdir
banner
banner