Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 22:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Reynir Jói Kalli að fá frænda sinn í FH?
Skoraði fimm mörk í 15 leikjum í Bestu deildinni fyrri hluta síðasta sumars.
Skoraði fimm mörk í 15 leikjum í Bestu deildinni fyrri hluta síðasta sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur skorað tvö mörk í tíu leikjum með U21.
Hefur skorað tvö mörk í tíu leikjum með U21.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
U21 landsliðsmaðurinn Jóhannes Kristinn Bjarnason (2005) hefur að undanförnu verið orðaður við heimkomu til Íslands eftir um hálfs árs veru hjá Kolding í Danmörku. Fótbolti.net fjallaði um mögulega heimkomu KR-ingsins í síðustu viku.

Kolding keypti Jóhannes af KR síðasta sumar en hann hefur verið í takmörkuðu hlutverki hjá danska B-deildar liðinu. Hann hefur komið við sögu í tíu leikjum í deildinni en ekki byrjað neinn þeirra. Hann byrjaði í tveimur bikarleikjum og skoraði í sigri á Odense KFUM í 1. umferð bikarsins.

Jóhannes hefur verið orðaður við endurkomu í KR og síðasta sumar var hann sterklega orðaður við Val áður en hann samdi í Danmörku.

Fleiri félög munu eflaust kanna möguleikann á því að fá Jóhannes í sínar raðir og eitt af þeim sem Fótbolti.net hefur heyrt nefnt er Fimleikafélag Hafnarfjarðar. FH ræddi við miðjumanninn Guðmund Þórarinsson fyrr í þessum mánuði en Guðmundur ákvað að semja við ÍA.

Jóhannes er sonur Bjarna Guðjónssonar og bróðir Bjarna, Jóhannes Karl Guðjónsson, er þjálfari FH.

FH er með nokkra kosti inn á miðsvæðinu. Baldur Kári Helgason og Tómas Orri Róbertsson spiluðu flesta leiki með Birni Daníel Sverrissyni á síðasta tímabili en Björn Daníel lagði skóna á hilluna í haust.

Kári Kristjánsson var keyptur frá Þrótti í vetur og Bjarni Guðjón Brynjólfsson hefur skorað í síðustu leikjum FH. Kristján Flóki Finnbogason gæti líka verið kostur inn á miðsvæðið.

Jóhannes Kristinn spilaði einnig talsvert í hægri bakverði hjá KR, en lék á miðsvæðinu framan af síðasta tímabili og fór í kjölfarið út í atvinnumennsku. Hann er samningsbundinn Kolding fram á sumarið 2029.
Athugasemdir
banner
banner