Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 16:30
Kári Snorrason
Segir áhuga frá íslenskum liðum en vill spila í Svíþjóð
Kralj var fastamaður í liði Vestra á síðasta tímabili.
Kralj var fastamaður í liði Vestra á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski bakvörðurinn Anton Kralj segist hafa rætt við íslensk lið en vill þó frekar spila í heimalandinu. Hann lék með Vestra á síðasta tímabili en yfirgaf félagið eftir tímabil.

Kralj er vinstri bakvörður sem gekk til liðs við Vestra fyrir um ári síðan á frjálsri sölu frá Hammarby. Í samtali við sænska miðilinn Fotbollskanalen segir hann áhuga á sér frá Íslandi.

„Það er einhver áhugi til staðar, en ekkert sem ég vil taka núna. Ég vil helst vera áfram í Svíþjóð. Ef eitthvað kemur upp frá liði í Allsvenskan, þá er ég heitur.“

„Eins og staðan er núna finnst mér ekki raunhæft að flytja erlendis. Ég ætla að bíða og sjá hvort að eitthvað koma upp,“
sagði bakvörðurinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner