Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. mars 2021 23:48
Brynjar Ingi Erluson
Henderson gæti misst af EM í sumar
Jordan Henderson
Jordan Henderson
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool á Englandi, gæti misst af Evrópumótinu í sumar en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ræddi við fjölmiðla um stöðu Henderson í dag.

Henderson hefur verið frá vegna meiðsla í nára síðan hann meiddist á nára gegn Everton í síðasta mánuði. Miðjumaðurinn knái fór undir hnífinn fyrir mánuði síðan og er nú í endurhæfingu.

Talið var að hann yrði frá í 6 til 8 vikur en Southgate talaði um Henderson við blaðamenn í dag. Evrópumótið fer fram í júní en ljóst er að Henderson er í kappi við tímann að ná sér af meiðslunum og koma sér aftur af stað.

„Við getum bara sagt að Hendo er bjartsýnn eftir að hafa farið í aðgerð og miðað við þær upplýsingar sem hann hefur fengið í bataferlinu. Við erum meðvitaðir um það getur allt gerst í endurhæfingunni með meiðsli af þessum toga," sagði Southgate.

„Þetta verður tæpt fyrir lok tímabilsins og við verðum bara að sjá hvað gerist. Hann mun reyna allt sem hann getur til að vera klár fyrir EM. Við vitum það líka að hann verður ekki kominn í 100 prósent leikform fyrir svona stóra leiki en það er margt sem þarf að taka inn í dæmið. Í augnablikinu þá þurfum við ekki taka neinar ákvarðanir strax," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner