Harvey Elliott, leikmaður Liverpool á Englandi, er tilnefndur sem besti ungi leikmaður ensku B-deildarinnar en hann er láni hjá Blackburn Rovers.
Elliott, sem varð 18 ára fyrr í þessum mánuði, gekk til liðs við Blackburn á láni frá Liverpool fyrir tímabilið en hann hefur reynst þeim mikilvægur þrátt fyrir ungan aldur.
Hann hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur ellefu í 39 leikjum með Blackburn sem er í 15. sæti B-deildarinnar.
Elliott er tilnefndur sem besti ungi leikmaður deildarinnar ásamt þeim Michael Olise hjá Reading og Max Aarons hjá Norwich City.
Það er talið líklegast að Aaron vinni verðlaunin en hann hefur verið einn besti maður Norwich sem er nú þegar búið að vinna B-deildina og tryggja sér þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Athugasemdir