Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 26. maí 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
PSG bikarmeistari í síðasta leik Mbappe
Mynd: EPA

Kylian Mbappe spilaði sinn síðasta leik fyrir PSG í gær þegar liðið vann Lyon í úrslitum franska bikarsins.


Leiknum lauk með 2-1 sigri PSG en Ousmane Dembele og Fabian Ruiz skoruðu mörk PSG í fyrri hálfleik.

Mbappe lék allan leikinn en eins og fyrr segir var þetta síðasti leikurinn hans fyrir félagið þar sem hann hefur ákveðið að finna sér nýtt félag í sumar.

Líklegt þýkir að það verði Real Madrid en spænska félagið er að ganga í gegnum kynslóðaskipti þar sem Toni Kroos lék m.a. sinn síðasta leik með liðinu í gær og mun leggja skóna á hilluna eftir EM í Þýskalandi í sumar.


Athugasemdir
banner