Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 26. júlí 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Ligt ekki farið á svona erfiða æfingu í fjögur ár
Mynd: EPA

Það er smávægilegt orðastríð í gangi eftir félagsskipti Matthijs de Ligt frá Juventus til FC Bayern á dögunum.


Leonardo Bonucci var ekki sáttur með nokkur ummæli sem De Ligt lét falla undir lok síðasta tímabils, þar sem hann gagnrýndi meðal annars slæmt gengi Juventus og sagðist vera opinn fyrir félagsskiptum.

Bonucci tjáði sig um þetta í fjölmiðlum og sagðist hafa skammað De Ligt í persónu. Núna er þó komið að Julian Nagelsmann, þjálfara Bayern, að skjóta létt á Juve.

„Ég spjallaði við Matthijs eftir æfingu og hann sagði við mig að þetta hafi verið erfiðasta fótboltaæfing síðustu fjögurra ára. Þetta var erfið æfing, en ekki alveg það erfið," sagði Nagelsmann og hafa þessi ummæli ekki farið vel í stuðningsmenn Juve.

Bæði Juve og Bayern eru í æfingaferð um Bandaríkin þessa dagana.


Athugasemdir
banner
banner
banner