Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júlí 2022 09:05
Elvar Geir Magnússon
Íslenska glugganum verður lokað á miðnætti
Frá skrifstofum KSÍ í Laugardal.
Frá skrifstofum KSÍ í Laugardal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti í kvöld. Þegar glugginn lokar þá er búið að loka fyrir öll félagaskipti til íslenskra félaga, líka yngri flokka, þetta tímabilið.

Fótbolti.net mun að sjálfsögðu vera á vaktinni og fylgjast með helstu skiptum dagsins.

Einhver félagaskipti gætu verið tilkynnt á næstu dögum, það gæti tekið einhverja daga að klára félagaskipti milli landa. Félögin þurfa þó að skila inn skiptunum til KSÍ fyrir miðnætti í kvöld.

Það ber að geta þess að glugginn verður opinn áfram í flestum löndum Evrópu svo erlend félagslið munu áfram geta átt möguleika á að sækja leikmenn úr íslenska boltanum þó glugginn hér á landi verði lokaður.

Hér má sjá allar fréttir merktar (Staðfest)

Það er ljóst að dagurinn verður annasamur á einhverjum skrifstofum íslenskra félagsliða í dag. Lið sem telja sig nauðsynlega þurfa á styrkingu að halda til að tryggja betri niðurstöðu í deildinni þurfa að vinna hratt og vel í dag.
Athugasemdir
banner
banner