Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. ágúst 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Frestaður leikur Breiðabliks og FH
Óli mætir sínum fyrrum lærisveinum. Hann gerði Blika að Íslandsmeisturum 2010.
Óli mætir sínum fyrrum lærisveinum. Hann gerði Blika að Íslandsmeisturum 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld klárast 18. umferð Pepsi Max-deildar karla með þremur fótboltaleikjum.

Leikur FH og Breiðabliks átti að fara fram í gær, en var frestað vegna veðurs. Hann verður spilaður á Kaplakrikavelli í kvöld. Ólafur Kristjánsson er að mæta sínum fyrrum lærisveinum. Breiðablik er í öðru sæti og FH í þriðja sæti. Ætti að vera athyglisverður leikur.

Klukkan 19:15 eru svo tveir leikir. Valur tekur á móti Stjörnunni, en bæði lið eru að reyna að berjast um Evrópusæti. Stjarnan er í fjórða sæti með 27 stig og Valur með þremur stigum minna í sjöunda sæti.

Svo mætast einnig Fylkir og HK. Fylkir er fjórum stigum frá fallsæti á meðan HK hefur ekki tapað leik síðan í lok júní.

mánudagur 26. ágúst

Pepsi Max-deild karla
18:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)
19:15 Fylkir-HK (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner