Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 26. ágúst 2023 20:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik biður KSÍ um að endurskoða ákvörðun sína á grundvelli sanngirnissjónarmiða
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Breiðablik beðið um endurskoðun á synjun stjórnar KSÍ á frestun á leik liðsins gegn Víkingi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld, mikill rígur er á milli félaganna og um algjöran stórleik að ræða þó að mörg stig skilji liðin að í deildinni.

Breiðablik óskaði eftir frestun á leiknum í vikunni en í gær kom frétt inn á heimasíðu KSÍ þar sem kom fram að beiðni Breiðabliks hefði verið hafnað.

Breiðablik er í miðju Evrópuverkefni gegn Norður-makedónska liðinu FC Struga og fer sigurvegari einvígisins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Mikið er í húfi í því einvígi, háar fjárhæðir og með sigri yrði Breiðablik fyrsta íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu.

Breiðablik óskar eftir endurskoðun á ákvörðuninni á grundvelli sanngirnissjónarmiða og vísar í að andstæðingurinn, Struga, fékk leik sínum gegn Skopje, í 5. umferð deildarinnar í Norður-Makedóníu, frestað og spilar því ekki leik milli leikjanna gegn Breiðabliki.

Sjá einnig:
Struga fékk leik frestað fyrir seinni leikinn gegn Blikum

Fyrri leikurinn í einvígi Breiðabliks og Struga fór fram á fimmtudag í Norður-Makedóníu og seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli næstkomandi fimmtudag, 31. ágúst. Breiðablik leiðir með einu marki eftir fyrri leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner