Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   þri 26. september 2023 20:27
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona nær munnlegu samkomulagi við Man City
Mynd: EPA
Barcelona hefur náð munnlegu samkomulagi við Manchester City um kaup á portúgalska bakverðinum Joao Cancelo. Þetta kemur fram í spænska miðlinum El Chringuito.

Cancelo kom til Barcelona á láni frá Man City undir lok gluggans og hefur hann komið með mikinn ferskleika inn í liðið.

El Chiringuito hefur heimildir fyrir því að Barcelona sé búið að ná munnlegu samkomulagi um kaup á Cancelo. Kaupverðið er í kringum 35 milljónir evra.

Barcelona vill einnig kaupa landa hans, Joao Felix, frá Atlético Madríd, en þær viðræður eru ekki komnar langt á veg, enda töluvert flóknari og dýrari aðgerð fyrir Börsunga sem hafa átt í vandræðum með fjármálsreglur FFP.

Felix er dýrasti leikmaður í sögu Atlético, en hann var keyptur til félagsins frá Benfica fyrir 126 milljónir evra fyrir fjórum árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner