Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 26. október 2021 10:50
Elvar Geir Magnússon
„Ef hann vill koma heim þá standa dyrnar alltaf galopnar"
Víkingur ætlar að bæta við sig nokkrum mönnum til viðbótar
Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings.
Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús Karlsson.
Óttar Magnús Karlsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen og Adam Ægir Pálsson.
Arnór Borg Guðjohnsen og Adam Ægir Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum þegar tekið þrjá leikmenn, það eru tveir hættir. Ég myndi halda að við tökum að lágmarki tvo til fjóra leikmenn í viðbót," segir Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs hjá tvöföldum meisturum Víkings, í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Víkingar eru að fara að spila talsvert fleiri leiki á næsta ári enda verður efsta deildin stækkuð og leikjunum fjölgar.

„Þetta er lengra mót en síðasta sumar, 27 leikir í deild og allt að fimm leikir í bikar. Við eigum lágmark fjóra leiki í Evrópu. Síðan erum við að fara að spila á Skandinavíumóti á Spáni, það eru allavega fjórir leikir þar. Þetta eru miklu fleiri leikir en við vorum að spila á þessu ári og við þurfum aðeins stærri hóp," segir Heimir.

Horfa fyrst og fremst í varnarstöðurnar
Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru hættir, Kyle McLagan er kominn frá Fram en vörnin er sá hluti á vellinum sem Heimir segir að Víkingar vilji helst styrkja fyrir næsta tímabil.

„Við þurfum að bæta við okkur hafsent og svo er hægri bakvarðarstaðan í loftinu því Kalli, Karl Friðleifur, er lánsmaður frá Breiðabliki. Við þurfum hægri bakvörð, sama hvort það verði Kalli eða einhver annar. Við eigum annan vinstri bakvörð en Atla Barkarson í Loga Tómassyni en ef Atli fer þá þurfum við leikmenn sem getur spilað þá stöðu."

Heimir telur meiri líkur en minni að Atli fari út í atvinnumennsku.

„Framar á vellinum erum við nokkuð ánægðir. Arnór Borg (Guðjohnsen, frá Fylki) og Birnir Snær (Ingason, frá HK) eru komnir þar inn. Fyrir erum við með Nikolaj Hansen, Helga Guðjóns, Adam Ægi Pálsson og fleiri leikmenn. Ég held að við séum því fyrst og fremst að horfa í þessar varnarstöður," segir Heimir.

Vonar að Óttar komi ekki heim
Sóknarmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er ekki að finna sig að óskum á Ítalíu þar sem hann hefur að mestu verið notaður sem varamaður hjá Siena í C-deildinni. Gæti hann komið heim?

„Ég vona ekki. Ég vona að hlutirnir fari að ganga upp hjá honum. Ég sá að hann var í byrjunarliðinu í síðasta leik. Óttar er það góður að hann á að vera úti lengur. En ef hann vill koma heim þá standa dyrnar alltaf galopnar í Víkinni. Ég ætla samt að vona að hann slái í gegn á Ítalíu, klári þetta Seríu-C verkefni og fái að spila aðeins hærra," segir Heimir.

Alltaf síðasti kostur að taka útlending
Leikmennirnir þrír sem hafa komið til Víkings eru úr liðunum tveimur sem hafa fallið og svo McLagan sem var í Lengjudeildinni. Heimir telur þó að þessir leikmenn gætu styrkt Víkingsliðið.

„Kyle McLagan var af mörgum talinn einn af tveimur bestu hafsentunum í næst efstu deild. Sumir tala um hann sem einn þann besta á landinu. Við sendum menn að horfa á hann í nokkrum leikjum og við trúum því, miðað við hans líkamlegu eiginleika og hugarfar, að hann geti orðið góður hafsent í efstu deild."

Þá er hann bjartsýnn á að Arnar Gunnlaugsson geti fengið Birni Snæ til að sýna sínar bestu hliðar og ná upp meiri stöðugleika. „Hann þarf auðvitað að bæta ákveðna þætti í sínum leik en ég tel að undir handleiðslu Arnars þá muni hann bæta þessa þætti," segir Heimir.

Víkingar eru ekki að horfa til erlendra leikmanna til að styrkja sig fyrir næsta tíambil, allavega ekki núna.

„Það er hluti af stefnunni að vera ekki með of marga útlendinga. Þessir útlendingar sem við höfum í dag eru nánast ekki útlendingar. Nikolaj og Pablo (Punyed) eru búnir að koma sér fyrir á Íslandi með íslenska kærustu. Það er bara í raun Kwame (Quee) sem er útlendingur að því leyti að við þurfum að redda honum íbúð og hugsa um hann. Og nú bætist Kyle McLagan við," segir Heimir

„Það er alltaf síðasti kostur að taka útlending. Við skoðum vel fyrst íslenska markaðinn og hvaða leikmenn eru erlendis og gætu komið heim. Það væri þá ekki nema við finnum ekkert þarna sem við myndum enda í útlendingum."
Útvarpsþátturinn - Bak við tjöldin hjá meisturunum og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner