Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. október 2022 23:13
Brynjar Ingi Erluson
Xavi: Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann
Xavi
Xavi
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona verður að horfast í augu við raunveruleikann eftir að það datt úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þetta segir Xavi, þjálfari liðsins.

Það var ljóst fyrir leik Barcelona og Bayern að spænska liðið myndi ekki komast í 16-liða úrslit.

Inter vann Viktoria Plzen, 4-0, og tekur því síðasta lausa sætið í riðlinum en Barcelona missir af 16-liða úrslitum annað árið í röð.

Barcelona tapaði svo fyrir Bayern, 3-0, á Nou Camp og er það endanlega ljóst að Börsungar spila í Evrópudeildinni eftir áramót.

„Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Ég hef áður sagt að við þurfum að vaxa smátt og smátt og í dag sá ég góða hluti. Við vorum ekki í sama gæðaflokki og þeir. Við vorum betri í München, en vorum ekki með í dag."

„Bayern var betra liðið alveg eins og við vorum betri í München og þá áttum við að vinna. Þessi riðill var mjög flókinn og við lentum bókstaflega í öllu í Meistaradeildinni,"
sagði Xavi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner