Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   þri 26. nóvember 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Lingard gat valið um að fara í Man Utd, Man City eða Liverpool
Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, segist hafa getað valið um fleiri félög áður en hann gekk í raðir United níu ára gamall.

Lingard kom upp í gegnum unglingastarf Manchester United en ferill hans hefði getað þróast öðruvísi.

„Ég þurfti að velja félag og mér fannst United henda mér best persónulega," sagði Lingard.

„(Manchester) City, Liverpool, Everton og ég Crewe höfðu áhuga en ég vissi að Man United væri heimili mitt."

„Ég á mynd af mér í United treyju þegar ég var eins árs. Þegar ég var sjö ára fór ég á reynslu og síðan samdi ég þegar ég var níu ára."

Athugasemdir
banner
banner